Gullstelpurnar báru kistu Vibeke Skofterud til grafar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 14:00 Vibeke Skofterud með hinum gullstelpunum í boðgönguliði Noregs á ÓL 2010. Vísir/Getty Norska skíðagöngukonan Vibeke Skofterud var jörðuð í Eidsberg kirkju í dag en hún lést af slysförum á dögunum aðeins 38 ára gömul. Þetta var mjög þungur og erfiður dagur fyrir vini og fjölskyldu Vibeke sem misstu þessa ævintýrakonu langt fyrir aldur fram. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað mjög ítarlega um jarðarförina og öll norska þjóðin er í sárum eftir þetta hræðilega slys. Vibeke Skofterud týndist eftir að hafa verið að leika sér á jetski nálægt Arendal en lík hennar fannst ekki fyrr en daginn eftir. Fjórar af sigursælustu skíðagöngukonum Noregs báru kistu Vibeke til grafar en það voru þær Marit Bjørgen, Therese Johaug, Kristin Størmer Steira og Ingvild Flugstad Østberg. Að auki voru kistuberar bróðir Vibeke, Tormod og faðir hennar Karsten. Bjørgen, Johaug og Størmer Steira voru liðsfélagar Skofterud á ÓL í Vancouver 2010 þegar þær unnu saman Ólympíugull í boðgöngu. Þær endurtóku svo leikinn á HM ári síðar. Marit Bjørgen hefur unnið 15 verðlaun og 8 gull á Ólympíuleikum og er sú sigursælasta í sögu Vetrarólympíuleikanna. Marit Stenshorne, kærasta Vibeke, hélt mjög hjartnæma ræðu við athöfnina þar sem hún gat ekki haldið aftur tárunum. Vibeke Skofterud var mjög vinsæl í Noregi enda mjög líflegur og skemmtilegur karakter sem lífgaði upp á allt hvar sem hún kom. Hún var líka mjög góður liðfélagi og vinsæl meðal norsku þjóðarinnar. Það hefur sést vel á viðbrögðunum við fráfalli hennar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar norsku gullstelpurnar kvöddu sinn gamla liðsfélaga. Andlát Ólympíuleikar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Norska skíðagöngukonan Vibeke Skofterud var jörðuð í Eidsberg kirkju í dag en hún lést af slysförum á dögunum aðeins 38 ára gömul. Þetta var mjög þungur og erfiður dagur fyrir vini og fjölskyldu Vibeke sem misstu þessa ævintýrakonu langt fyrir aldur fram. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað mjög ítarlega um jarðarförina og öll norska þjóðin er í sárum eftir þetta hræðilega slys. Vibeke Skofterud týndist eftir að hafa verið að leika sér á jetski nálægt Arendal en lík hennar fannst ekki fyrr en daginn eftir. Fjórar af sigursælustu skíðagöngukonum Noregs báru kistu Vibeke til grafar en það voru þær Marit Bjørgen, Therese Johaug, Kristin Størmer Steira og Ingvild Flugstad Østberg. Að auki voru kistuberar bróðir Vibeke, Tormod og faðir hennar Karsten. Bjørgen, Johaug og Størmer Steira voru liðsfélagar Skofterud á ÓL í Vancouver 2010 þegar þær unnu saman Ólympíugull í boðgöngu. Þær endurtóku svo leikinn á HM ári síðar. Marit Bjørgen hefur unnið 15 verðlaun og 8 gull á Ólympíuleikum og er sú sigursælasta í sögu Vetrarólympíuleikanna. Marit Stenshorne, kærasta Vibeke, hélt mjög hjartnæma ræðu við athöfnina þar sem hún gat ekki haldið aftur tárunum. Vibeke Skofterud var mjög vinsæl í Noregi enda mjög líflegur og skemmtilegur karakter sem lífgaði upp á allt hvar sem hún kom. Hún var líka mjög góður liðfélagi og vinsæl meðal norsku þjóðarinnar. Það hefur sést vel á viðbrögðunum við fráfalli hennar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar norsku gullstelpurnar kvöddu sinn gamla liðsfélaga.
Andlát Ólympíuleikar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira