Sólfari NASA skotið á loft um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:15 Parker-sólfarið er nefnt í höfuðið á Eugene Parker sem setti fyrstur fram kenningu um tilvist sólvinds á 6. áratug síðustu aldar. Vísir/AP Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann. Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann.
Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira