Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:55 Kona kemur fyrir skóm á torgi fyrir framan þinghúsið í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó í júní. Hvert par átti að tákna íbúa eyjunnar sem fórst af völdum Maríu. Vísir/EPA Yfirvöld á Púertó Ríkó hafa nú viðurkennt að rúmlega 1.400 manns fórust af völdum fellibyljarins Maríu í fyrra. Það er margfalt meira mannfall en opinberar tölur hafa sagt til um fram að þessu. Upphaflega héldu yfirvöld á bandaríska yfirráðasvæðinu að 64 hefðu farist þegar María gekk yfir eyjuna í september í fyrra og vegna afleiðinga fellibyljarins. Nýja talan kemur fram í skýrsludrögum Bandaríkjaþings vegna óska um fjárveitingar til uppbyggingar á eyjunni. Talsmaður ríkisstjórnar Púertó Ríkó segir að nýja matið sé raunhæft að opinberum tölum um mannskaða hafi þó enn ekki verið breytt. Beðið sé eftir niðurstöðum rannsókn George Washington-háskóla. Stjórnin hefur verið sökuð um að reyna að gera lítið úr mannskaðanum. Talið er að margir hafi farist þegar rafmagnsleysi og skortur á nauðsynjum truflaði læknismeðferðir og fólk komst ekki á sjúkrahús. Sykursýki og blóðeitrun hafi orðið mörgum að aldurtila, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Innviðir Púertó Ríkó eru enn ekki komnir í samt lag nú þegar tæpt ár er liðið frá hamförunum. Rafmagni hefur ítrekað slegið út, þar á meðal á allri eyjunni nú síðast í apríl. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr á þessu ráði og byggðist meðal annars á viðtölum við íbúa eyjunnar bentu til þess að allt að fleiri þúsund manns gætu hafa látið lífið af völdum fellibyljarins. Ekki var þó um nákvæma talningu að ræða heldur áætluðu rannsakendurnir aukningu í dánartíðni eftir Maríu og mátu út frá henni mögulegan fjölda látinna. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Yfirvöld á Púertó Ríkó hafa nú viðurkennt að rúmlega 1.400 manns fórust af völdum fellibyljarins Maríu í fyrra. Það er margfalt meira mannfall en opinberar tölur hafa sagt til um fram að þessu. Upphaflega héldu yfirvöld á bandaríska yfirráðasvæðinu að 64 hefðu farist þegar María gekk yfir eyjuna í september í fyrra og vegna afleiðinga fellibyljarins. Nýja talan kemur fram í skýrsludrögum Bandaríkjaþings vegna óska um fjárveitingar til uppbyggingar á eyjunni. Talsmaður ríkisstjórnar Púertó Ríkó segir að nýja matið sé raunhæft að opinberum tölum um mannskaða hafi þó enn ekki verið breytt. Beðið sé eftir niðurstöðum rannsókn George Washington-háskóla. Stjórnin hefur verið sökuð um að reyna að gera lítið úr mannskaðanum. Talið er að margir hafi farist þegar rafmagnsleysi og skortur á nauðsynjum truflaði læknismeðferðir og fólk komst ekki á sjúkrahús. Sykursýki og blóðeitrun hafi orðið mörgum að aldurtila, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Innviðir Púertó Ríkó eru enn ekki komnir í samt lag nú þegar tæpt ár er liðið frá hamförunum. Rafmagni hefur ítrekað slegið út, þar á meðal á allri eyjunni nú síðast í apríl. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr á þessu ráði og byggðist meðal annars á viðtölum við íbúa eyjunnar bentu til þess að allt að fleiri þúsund manns gætu hafa látið lífið af völdum fellibyljarins. Ekki var þó um nákvæma talningu að ræða heldur áætluðu rannsakendurnir aukningu í dánartíðni eftir Maríu og mátu út frá henni mögulegan fjölda látinna.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12