Greinileg merki um aukinn jarðhita á Reykjaneshrygg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 20:45 Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Umhverfismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands.
Umhverfismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent