Stórfótarerótík og hvít þjóðernishyggja hrista upp í kosningaslagnum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 21:12 Ritskoðuð útgáfa af einni teikninganna sem frambjóðandi repúblikana birti af Stórfóti á Instagram-síðu sinni. Skjáskot/Twitter Erótískar teikningar af goðsagnarverunni Stórfóti eru skyndilegar orðnar miðpunktur kosningabaráttu til Bandaríkjaþings í kjördæmi einu í Virginíuríki. Samneyti frambjóðanda sem birti teikningarnar við hvíta þjóðernissinna hefur einnig vakið athygli á kosningaslagnum þar. Fimmta kjördæmi Virginíu til Bandaríkjaþings hefur verið nokkuð öruggt vígi Repúblikanaflokksins undanfarin ár. Staða frambjóðanda flokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember er nú óvenjuveik eftir furðulega atburðarás þar sem Stórfótarerótík kemur við sögu. Denver Riggleman er fyrrverandi leyniþjónustumaður bandaríska flughersins og brugghúseigandi. Hann var valinn frambjóðandi flokksins til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu fyrr á þessu ári. Hann er jafnframt meðhöfundur bókar um Stórfót, goðsagnarkenndrar veru sem líkist mannapa, sem kom út árið 2006, samkvæmt umfjöllun vefsíðunnar Vox. Áhugi Riggleman á Stórfóti virðist þó hafa verið meiri en fræðilegur. Leslie Cockburn, frambjóðandi Demókrataflokksins, birti í gær myndir sem Riggleman hafði birt á samfélagsmiðlum sem sýna Stórfótinn í nýju og erótísku ljósi.My opponent Denver Riggleman, running mate of Corey Stewart, was caught on camera campaigning with a white supremacist. Now he has been exposed as a devotee of Bigfoot erotica. This is not what we need on Capitol Hill. pic.twitter.com/0eBvxFd6sG— Leslie Cockburn (@LeslieCockburn) July 29, 2018 Sjálfur segir Riggleman að myndirnar hafi verið grín sem félagar hans úr hernum stóðu fyrir. Þær hafi ekkert með erótík að gera. Hann hefur síðan læst gömlum samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grínið“ virðist hafa átt að tengjast bók með titilinn „Mökunarvenjur Stórfótar og hvers vegna konur þrá hann“. Meintur áhugi Riggleman á kynfærum og ástarlífi Stórfótar gæti þó til lengri tíma litið fallið í skuggann af ásökunum um tengsl hans við hvíta þjóðernissinna. Corey Stewart, frambjóðandi flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur markað sér stöðu í kosningabaráttunni sem stoltur suðurríkjamaður. Riggleman hefur ekki viljað taka af skarið um hvort að hann ætli að heyja baráttuna við hlið Stewart en hann hefur borið af sér tengsl við hvíta þjóðernishyggju. Fordæmdi hann meðal annars mótmæli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Ku Klux Klan-liða sem haldin voru í borginni Charlottsville í Virginíu í fyrra sem enduðu með því að öfgamaður ók á unga konu með þeim afleiðingum að hún lést. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Erótískar teikningar af goðsagnarverunni Stórfóti eru skyndilegar orðnar miðpunktur kosningabaráttu til Bandaríkjaþings í kjördæmi einu í Virginíuríki. Samneyti frambjóðanda sem birti teikningarnar við hvíta þjóðernissinna hefur einnig vakið athygli á kosningaslagnum þar. Fimmta kjördæmi Virginíu til Bandaríkjaþings hefur verið nokkuð öruggt vígi Repúblikanaflokksins undanfarin ár. Staða frambjóðanda flokksins fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember er nú óvenjuveik eftir furðulega atburðarás þar sem Stórfótarerótík kemur við sögu. Denver Riggleman er fyrrverandi leyniþjónustumaður bandaríska flughersins og brugghúseigandi. Hann var valinn frambjóðandi flokksins til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu fyrr á þessu ári. Hann er jafnframt meðhöfundur bókar um Stórfót, goðsagnarkenndrar veru sem líkist mannapa, sem kom út árið 2006, samkvæmt umfjöllun vefsíðunnar Vox. Áhugi Riggleman á Stórfóti virðist þó hafa verið meiri en fræðilegur. Leslie Cockburn, frambjóðandi Demókrataflokksins, birti í gær myndir sem Riggleman hafði birt á samfélagsmiðlum sem sýna Stórfótinn í nýju og erótísku ljósi.My opponent Denver Riggleman, running mate of Corey Stewart, was caught on camera campaigning with a white supremacist. Now he has been exposed as a devotee of Bigfoot erotica. This is not what we need on Capitol Hill. pic.twitter.com/0eBvxFd6sG— Leslie Cockburn (@LeslieCockburn) July 29, 2018 Sjálfur segir Riggleman að myndirnar hafi verið grín sem félagar hans úr hernum stóðu fyrir. Þær hafi ekkert með erótík að gera. Hann hefur síðan læst gömlum samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grínið“ virðist hafa átt að tengjast bók með titilinn „Mökunarvenjur Stórfótar og hvers vegna konur þrá hann“. Meintur áhugi Riggleman á kynfærum og ástarlífi Stórfótar gæti þó til lengri tíma litið fallið í skuggann af ásökunum um tengsl hans við hvíta þjóðernissinna. Corey Stewart, frambjóðandi flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur markað sér stöðu í kosningabaráttunni sem stoltur suðurríkjamaður. Riggleman hefur ekki viljað taka af skarið um hvort að hann ætli að heyja baráttuna við hlið Stewart en hann hefur borið af sér tengsl við hvíta þjóðernishyggju. Fordæmdi hann meðal annars mótmæli hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Ku Klux Klan-liða sem haldin voru í borginni Charlottsville í Virginíu í fyrra sem enduðu með því að öfgamaður ók á unga konu með þeim afleiðingum að hún lést.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira