Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2018 07:55 Áherslan verður lögð á sjálfkeyrandi fólksbíla. Vísir/Getty Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að fullkomna tæknina í fólksbílum. Vörubílaverkefni Uber hófst árið 2016 og varð Uber fyrsta fyrirtækið til að koma sendingu á áfangastað með aðstoð sjálfkeyrandi bíls. Bíllinn ók næstum 200 kílómetra á hraðbraut í Colorado, með tengivagn fullan af Budweiser-bjór. Hugmyndin að baki tækninni hvíldi á þeirri hugsjón að auka öryggi og framleiðni vörubílaiðnaðarins eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Uber telur hins vegar að tími vísindamanna fyrirtækisins verði betur nýttur ef þeir einbeita sér alfarið að sjálfkeyrandi tækni í fólksbílum. Að sama skapi er ekki útilokað að áherslan gagnist við frekar þróun tækninnar í vörubílum. Tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafa gengið brösulega. Greint var frá því í mars að sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins hafi ekið á konu í Arizona með þeim afleiðingum að hún lést. Fregnir hafa jafnframt borist af sjálfkeyrandi bílum sem ekið hafa á vegartálma og aðrar hindranir. Engu að síður horfa margir vonaraugum til tækninnar og hafa önnur stórfyrirtæki, á borð við Ford, General Motors, Daimler og Bosch öll varið háum fjárhæðum í frekari rannsóknir á tækninni. Bílar Tækni Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að fullkomna tæknina í fólksbílum. Vörubílaverkefni Uber hófst árið 2016 og varð Uber fyrsta fyrirtækið til að koma sendingu á áfangastað með aðstoð sjálfkeyrandi bíls. Bíllinn ók næstum 200 kílómetra á hraðbraut í Colorado, með tengivagn fullan af Budweiser-bjór. Hugmyndin að baki tækninni hvíldi á þeirri hugsjón að auka öryggi og framleiðni vörubílaiðnaðarins eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Uber telur hins vegar að tími vísindamanna fyrirtækisins verði betur nýttur ef þeir einbeita sér alfarið að sjálfkeyrandi tækni í fólksbílum. Að sama skapi er ekki útilokað að áherslan gagnist við frekar þróun tækninnar í vörubílum. Tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafa gengið brösulega. Greint var frá því í mars að sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins hafi ekið á konu í Arizona með þeim afleiðingum að hún lést. Fregnir hafa jafnframt borist af sjálfkeyrandi bílum sem ekið hafa á vegartálma og aðrar hindranir. Engu að síður horfa margir vonaraugum til tækninnar og hafa önnur stórfyrirtæki, á borð við Ford, General Motors, Daimler og Bosch öll varið háum fjárhæðum í frekari rannsóknir á tækninni.
Bílar Tækni Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45