Draumaferð til Tyrklands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2018 09:00 Tinna Óðinsdóttir er fyrirliði HK/Víkings í Pepsi-deildinni. vísir/Ernir Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira