Í anda Guðrúnar frá Lundi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 06:00 Í Kaffihúsi Guðrúnar frá Lundi er allt í þjóðlegum stíl, eins og sjá má. Kristín Sigurrós passar upp á það. „Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
„Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira