Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 08:41 Efnt var til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra þar sem ríkisstjórninni var gefið rauða spjaldið vegna málsins. fréttablaðið/anton brink Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44
Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00