Hamilton: Hungraðari en nokkru sinni fyrr Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 23:30 Heimsmeistarar fá vel borgað. vísir/getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes og heimsmeistari í Formúlu 1, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes-liðið og mun aka fyrir það næstu tvö tímabilin eða til ársins 2020. Þessi 33 ára gamli Breti sem varð heimsmeistari í fjórða sinn á síðasta ári fær 30 milljónir punda eða 4,1 milljarða króna í grunnlaun á ári fyrir næstu tvö tímabil Með bónusum hækka árslaunin upp í 40 milljónir punda á ári eða 5,5 milljarða króna. Hamilton hefur það gott og mun hafa það enn betra á næstu misserum eins og fjallað var um í gær. Hamilton ók fyrir McLaren frá 2007-2012 og varð heimsmeistari árið 2008. Hann gekk í raðir Mercedes árið 2013 og hefur orðið heimsmeistari þrívegis síðan þá. Hann er sem stendur í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra á eftir Sebastian Vettel hjá Ferrari en aðeins munar átta stigum á köppunum þegar að helmingur keppnistímabilsins er eftir. „Það er gott að stinga penna við blað og klára þetta. Ég hef verið hluti af Mercedes-fjölskyldunni í 20 ár og mér hefur aldrei liðið betur en núna,“ segir Lewis Hamilton. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna,“ segir Hamilton. „Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár.“ Mercedes-liðið hefur drottnað yfir Formúlunni eftir að Turbo hybrid-vélarnar voru innleiddar árið 2014 en Mercedes er búið að vinna keppni bílasmiða fjórum sinnum í röð. „Þrátt fyrir alla velgengnina síðan 2013 er Mercedes hungraðari en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Þessi keppnismennska og ástríða er eitthvað sem ríkir í öllum starfsmönnum liðsins. Það eru allir að reyna að verða betri á hverjum degi,“ segir Lewis Hamilton. Bretinn verður næst í eldlínunni um helgina þegar að Formúlan snýr aftur úr sumarfríi. Næst á dagskrá er Þýskalandskappaksturinn í Hockenheim sem verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes og heimsmeistari í Formúlu 1, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes-liðið og mun aka fyrir það næstu tvö tímabilin eða til ársins 2020. Þessi 33 ára gamli Breti sem varð heimsmeistari í fjórða sinn á síðasta ári fær 30 milljónir punda eða 4,1 milljarða króna í grunnlaun á ári fyrir næstu tvö tímabil Með bónusum hækka árslaunin upp í 40 milljónir punda á ári eða 5,5 milljarða króna. Hamilton hefur það gott og mun hafa það enn betra á næstu misserum eins og fjallað var um í gær. Hamilton ók fyrir McLaren frá 2007-2012 og varð heimsmeistari árið 2008. Hann gekk í raðir Mercedes árið 2013 og hefur orðið heimsmeistari þrívegis síðan þá. Hann er sem stendur í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra á eftir Sebastian Vettel hjá Ferrari en aðeins munar átta stigum á köppunum þegar að helmingur keppnistímabilsins er eftir. „Það er gott að stinga penna við blað og klára þetta. Ég hef verið hluti af Mercedes-fjölskyldunni í 20 ár og mér hefur aldrei liðið betur en núna,“ segir Lewis Hamilton. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna,“ segir Hamilton. „Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár.“ Mercedes-liðið hefur drottnað yfir Formúlunni eftir að Turbo hybrid-vélarnar voru innleiddar árið 2014 en Mercedes er búið að vinna keppni bílasmiða fjórum sinnum í röð. „Þrátt fyrir alla velgengnina síðan 2013 er Mercedes hungraðari en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Þessi keppnismennska og ástríða er eitthvað sem ríkir í öllum starfsmönnum liðsins. Það eru allir að reyna að verða betri á hverjum degi,“ segir Lewis Hamilton. Bretinn verður næst í eldlínunni um helgina þegar að Formúlan snýr aftur úr sumarfríi. Næst á dagskrá er Þýskalandskappaksturinn í Hockenheim sem verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti