Lífið

Roseanne tjáir sig um tístið: „Ég hélt að tíkin væri hvít!“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Roseanne Barr er mikið niðri fyrir í myndbandinu.
Roseanne Barr er mikið niðri fyrir í myndbandinu. Skjáskot/Youtube
Nýtt myndband sem hlaðið var inn á YouTube-reikning bandarísku leikkonunnar Roseanne Barr í gær hefur vakið mikla furðu netverja. Í myndbandinu tjáir Barr sig um rasískt tíst, sem varð til þess að sjónvarpsþættir hennar voru teknir af dagskrá, með miklu offorsi.

Í tístinu líkti Barr fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, við apa og vöktu skrifin mikla hneykslan. Málið hefur verið Barr afar þungbært og brast hún í grát í viðtali um tístið og sjónvarpsþáttinn í júní. Fyrr í þessum mánuði sagðist hún jafnframt ekki ætla að tjá sig frekar um málið annars staðar en á YouTube-reikningi sínum.

Barr hefur staðið við stóru orðin og hlaðið inn fjölmörgum myndböndum á rásina undanfarna daga. Í gær birti hún svo nokkuð einkennilega klippu þar sem hún ræðir umrætt tíst og virðist þar reyna að afsaka apasamlíkinguna, sem löngum hefur verið beitt gegn hörundsdökku fólki.

„Ég hélt að tíkin væri hvít!“ öskrar Barr ítrekað.

Myndbandið má sjá í heild hér að neðan.


Tengdar fréttir

Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×