Þjálfari AGF um Björn Daníel: „Fékk tækifærið og greip það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2018 08:00 Björn í baráttunni við finnska landsliðsmanninn Tim Sparv í fyrsta leik AGF. vísir/getty David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira