Viðkvæmir íbúar óttast GSM-senda í Urriðaholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júlí 2018 09:00 Svala Rún Sigurðardóttir segir ekki vanta betra símsamband í Urriðaholt. Hópur fólks í hverfinu þjáist af óþoli fyrir geislum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira