Segir alla tapa á viðskiptastríði Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 23:46 Steven Mnuchin og Bruno Le Maire. Vísir/AP Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir raunverulegt viðskiptastríð vera skollið á. Það sé raunveruleikinn sem blasir við þjóðum heimsins í dag. Þetta sagði Le Maire á Buenos Aires í Argentínu þar sem fjármálaráðherra G20 ríkjanna, tuttugu stærstu hagkerfa heimsins, eru að koma saman fyrir fundi. Le Maire hvatti ríkisstjórn Bandaríkjanna til að átta sig á alvarleika stöðunnar. Í samtali við AFP sagði Le Maire að „þetta viðskiptastríð“ myndi leiða til þess að allir töpuðu. Það myndir fækka störfum og hægja á hagvexti. Hann sagði enn fremur að Evrópusambandið myndi ekki semja við Bandaríkin án þess að tollar Bandaríkjanna á stál og ál yrðu felldir niður.Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Kína og Evrópusambandið yrðu að virða „frjáls, sanngjörn og gagnkvæm“ milliríkjaviðskipti. Mnuchin sagði Bandaríkin tilbúin til að semja við Evrópubúa um algerlega frjáls viðskipti, án allra tolla og niðurgreiðslna. Annað kæmi ekki til greina. Le Maire sagði að lög frumskógarins, lög hinna sterkustu, gætu ekki stjórnað alþjóðaviðskiptum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið að vel kæmi til greina að setja tolla á allar vörur frá Kína. Mnuchin tók undir það. „Við viljum betra jafnvægi á viðskipti okkar og Kína og það jafnvægi fæst með því að við seljum fleiri vörur til Kína,“ sagði Mnuchin. Árið 2017 var viðskiptahalli ríkjanna tæpir 376 milljarðar dala. Mnuchin sagði að Kína yrði að opna markaði sína og sýna sanngirni. Það gæti verið stærðarinnar tækifæri fyrir bæði Bandaríkin og Kína. Argentína Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir raunverulegt viðskiptastríð vera skollið á. Það sé raunveruleikinn sem blasir við þjóðum heimsins í dag. Þetta sagði Le Maire á Buenos Aires í Argentínu þar sem fjármálaráðherra G20 ríkjanna, tuttugu stærstu hagkerfa heimsins, eru að koma saman fyrir fundi. Le Maire hvatti ríkisstjórn Bandaríkjanna til að átta sig á alvarleika stöðunnar. Í samtali við AFP sagði Le Maire að „þetta viðskiptastríð“ myndi leiða til þess að allir töpuðu. Það myndir fækka störfum og hægja á hagvexti. Hann sagði enn fremur að Evrópusambandið myndi ekki semja við Bandaríkin án þess að tollar Bandaríkjanna á stál og ál yrðu felldir niður.Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Kína og Evrópusambandið yrðu að virða „frjáls, sanngjörn og gagnkvæm“ milliríkjaviðskipti. Mnuchin sagði Bandaríkin tilbúin til að semja við Evrópubúa um algerlega frjáls viðskipti, án allra tolla og niðurgreiðslna. Annað kæmi ekki til greina. Le Maire sagði að lög frumskógarins, lög hinna sterkustu, gætu ekki stjórnað alþjóðaviðskiptum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið að vel kæmi til greina að setja tolla á allar vörur frá Kína. Mnuchin tók undir það. „Við viljum betra jafnvægi á viðskipti okkar og Kína og það jafnvægi fæst með því að við seljum fleiri vörur til Kína,“ sagði Mnuchin. Árið 2017 var viðskiptahalli ríkjanna tæpir 376 milljarðar dala. Mnuchin sagði að Kína yrði að opna markaði sína og sýna sanngirni. Það gæti verið stærðarinnar tækifæri fyrir bæði Bandaríkin og Kína.
Argentína Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira