Öruggara á internetinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 Ráðstefnan hefst í Hörpu í dag klukkan níu. Fréttablaðið/SigtryggurAri Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00
Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53