Anthony Smith fór illa með Shogun Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2018 22:23 Vísir/Getty UFC heimsótti Hamburg í Þýskalandi fyrr í kvöld. Anthony Smith fór létt með goðsögnina Mauricio ‘Shogun’ Rua í aðalbardaga kvöldsins og stimplaði sig vel inn í léttþungavigtina. Fyrir bardagann var hinn 36 ára gamli Shogun Rua á þriggja bardaga sigurgöngu. Upphaflega átti hann að mæta Volkan Oezdemir en þegar Oezdemir gat ekki barist á kvöldinu kom Anthony Smith inn með skömmum fyrirvara. Það tók Smith aðeins 90 sekúndur að rota goðsögnina Shogun Rua. Smith var ekki í teljandi vandræðum með Shogun og kláraði hann með olnboga og höggum strax í 1. lotu. Smith nýtur þess greinilega að berjast við gamlar goðsagnir en í júní rotaði hann Rashad Evans eftir aðeins 53 sekúndur. Eftir bardagann kvaðst Smith vilja mæta Alexander Gustafsson á UFC 227 eftir tæpar tvær vikur en Gustafsson er sem stendur án andstæðings. Það yrði þriðji bardagi Smith á þremur mánuðum en heimildir herma að Gustafsson sé meiddur og geti ekki barist eftir allt saman. Bardagakvöldið var á heildina litið ekkert sérstaklega skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Sannfærandi sigur Shogun gæti mögulega tryggt titilbardaga UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. 22. júlí 2018 08:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
UFC heimsótti Hamburg í Þýskalandi fyrr í kvöld. Anthony Smith fór létt með goðsögnina Mauricio ‘Shogun’ Rua í aðalbardaga kvöldsins og stimplaði sig vel inn í léttþungavigtina. Fyrir bardagann var hinn 36 ára gamli Shogun Rua á þriggja bardaga sigurgöngu. Upphaflega átti hann að mæta Volkan Oezdemir en þegar Oezdemir gat ekki barist á kvöldinu kom Anthony Smith inn með skömmum fyrirvara. Það tók Smith aðeins 90 sekúndur að rota goðsögnina Shogun Rua. Smith var ekki í teljandi vandræðum með Shogun og kláraði hann með olnboga og höggum strax í 1. lotu. Smith nýtur þess greinilega að berjast við gamlar goðsagnir en í júní rotaði hann Rashad Evans eftir aðeins 53 sekúndur. Eftir bardagann kvaðst Smith vilja mæta Alexander Gustafsson á UFC 227 eftir tæpar tvær vikur en Gustafsson er sem stendur án andstæðings. Það yrði þriðji bardagi Smith á þremur mánuðum en heimildir herma að Gustafsson sé meiddur og geti ekki barist eftir allt saman. Bardagakvöldið var á heildina litið ekkert sérstaklega skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Sannfærandi sigur Shogun gæti mögulega tryggt titilbardaga UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. 22. júlí 2018 08:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
Sannfærandi sigur Shogun gæti mögulega tryggt titilbardaga UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. 22. júlí 2018 08:00