Dönsuðu við ræningjana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur. VÍSIR/VILHELM Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira