R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 17:46 Síðast var R Kelly kærður fyrir kynferðisofbeldi í maí en hann var m.a. sakaður um að hafa vitandi smitað konu af Herpes-veirunni. Vísir/Getty Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018 MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018
MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00
R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09
R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27
Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24