Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 20:30 Ásta Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. Vísir/Einar Störf Óbyggðanefndar hafa dregist í um að minnsta kosti 17 ár en nefndinni er ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. Áætlaður heildarkostnaður er orðinn margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og var ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum árið 2007 en nú er gert ráð fyrir að þeim ljúki ekki fyrr en árið 2024. Formaður nefndarinnar segir störf hennar hafa dregist á langinn þar sem vinnan sé mun flóknari en menn hafi búist við í upphafi. „Þegar að nefndin fer að starfa þá kemur í ljós að þetta er miklu umfangsmeira, miklu fleiri skjöl sem þarf að skoða, og nefndin í upphafi tók þá afstöðu að það sé betra að rannsaka allt til hlítar, tryggja að öll skjöl séu komin fram áður en niðurstaðan er komin,“ segir Ása Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. „Svo til viðbótar kom efnahagshrun og strax í kjölfarið þá ákvað þáverandi ríkisstjórn að skera niður fjárheimildir til nefndarinnar. Þetta er, með réttu, ekki það verkefni sem er brýnast í efnahagskreppu.“Sjá einnig: Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir á Vísi í dag kostnaður við reksturinn hafi að auki verið vanáætlaður frá upphafi. En kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að störf nefndarinnar myndu kosta 520 milljónir á núvirði hefði nefndinni tekist að skila af sér árið 2007. Nú gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn frá ársbyrjun 1999 verði tæpir 1,9 milljarðar króna. Ása segir að kostnað við skjalaleit og gagnaöflun mun meiri en búist var við. En þar að auki hækki kostnaðurinn með tímanum. „Eftir því sem að lengist í störfum nefndarinnar því fleiri ár líða þar sem fólk er að störfum, það kostar líka. þess vegna var það okkar sjónarmið síðustu ár, og mitt líka, að því fyrr sem þetta er búið því minna kostar það.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar hafa dregist í um að minnsta kosti 17 ár en nefndinni er ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. Áætlaður heildarkostnaður er orðinn margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og var ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum árið 2007 en nú er gert ráð fyrir að þeim ljúki ekki fyrr en árið 2024. Formaður nefndarinnar segir störf hennar hafa dregist á langinn þar sem vinnan sé mun flóknari en menn hafi búist við í upphafi. „Þegar að nefndin fer að starfa þá kemur í ljós að þetta er miklu umfangsmeira, miklu fleiri skjöl sem þarf að skoða, og nefndin í upphafi tók þá afstöðu að það sé betra að rannsaka allt til hlítar, tryggja að öll skjöl séu komin fram áður en niðurstaðan er komin,“ segir Ása Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. „Svo til viðbótar kom efnahagshrun og strax í kjölfarið þá ákvað þáverandi ríkisstjórn að skera niður fjárheimildir til nefndarinnar. Þetta er, með réttu, ekki það verkefni sem er brýnast í efnahagskreppu.“Sjá einnig: Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir á Vísi í dag kostnaður við reksturinn hafi að auki verið vanáætlaður frá upphafi. En kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að störf nefndarinnar myndu kosta 520 milljónir á núvirði hefði nefndinni tekist að skila af sér árið 2007. Nú gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn frá ársbyrjun 1999 verði tæpir 1,9 milljarðar króna. Ása segir að kostnað við skjalaleit og gagnaöflun mun meiri en búist var við. En þar að auki hækki kostnaðurinn með tímanum. „Eftir því sem að lengist í störfum nefndarinnar því fleiri ár líða þar sem fólk er að störfum, það kostar líka. þess vegna var það okkar sjónarmið síðustu ár, og mitt líka, að því fyrr sem þetta er búið því minna kostar það.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00