Svona verður þjónusta Strætó í kringum stórtónleika Guns N´ Roses Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2018 13:00 Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Strætó bs. Strætó bs. mun bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru á leið á tónleika Guns N‘ Roses á Laugardalsvelli í kvöld. Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Athygli er vakin á því að ekki er frítt í aðra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður hægt að fara um borð í vagnana á upphafsstöð. Það verður ekki hægt að stoppa þá á miðri leið til þess að komast um borð. Allar leiðirnar munu stoppa á biðstöðinni Laugardalshöll við Suðurlandsbraut. Hér má sjá hvernig akstursleiðir sérvagnanna verða.Upphafsstöðvarnar eru eftirfarandi:Mjódd – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir á skiptistöð Strætó í Mjódd. Næg bílastæði eru norðan og sunnanmegin við Mjóddina.Nauthóll – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir við biðstöðina Nauthóll-HR fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Næg bílastæði verða í kringum HR.Kringlan – LaugardalshöllVagnarnir munu stoppa við biðstöðina Kringlan sem er staðsett hjá Orkunni, eins og ekið sé í Austurátt. Mælt er með því að bílum sé lagt á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verzló.Frumraun í Laugardalnum Strætó hefur sinnt sérakstri í kringum stórtónleika í Kórnum og komin er góð reynsla á það fyrirkomulag. Aðstæður verða hins vegar aðeins öðruvísi í kvöld. Lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum í Kórahverfinu þegar Justin Timberlake, Justin Bieber og Rammstein héldu sína tónleika. Lokanir á slíkum mælikvarða verða ekki til staðar í kvöld. Strætó og lögreglan munu því þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. Strætó er með reynslumikið fólk sem mun handstýra flotanum eftir þörfum, þannig allir ættu að komast sáttir til og frá Laugardalnum. Því fleiri sem hvíla einkabílinn í kvöld, því hraðar ættu allar samgöngur að ganga fyrir sig í kvöld. Strætó Tengdar fréttir Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30 Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24 Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Strætó bs. mun bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru á leið á tónleika Guns N‘ Roses á Laugardalsvelli í kvöld. Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Athygli er vakin á því að ekki er frítt í aðra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður hægt að fara um borð í vagnana á upphafsstöð. Það verður ekki hægt að stoppa þá á miðri leið til þess að komast um borð. Allar leiðirnar munu stoppa á biðstöðinni Laugardalshöll við Suðurlandsbraut. Hér má sjá hvernig akstursleiðir sérvagnanna verða.Upphafsstöðvarnar eru eftirfarandi:Mjódd – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir á skiptistöð Strætó í Mjódd. Næg bílastæði eru norðan og sunnanmegin við Mjóddina.Nauthóll – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir við biðstöðina Nauthóll-HR fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Næg bílastæði verða í kringum HR.Kringlan – LaugardalshöllVagnarnir munu stoppa við biðstöðina Kringlan sem er staðsett hjá Orkunni, eins og ekið sé í Austurátt. Mælt er með því að bílum sé lagt á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verzló.Frumraun í Laugardalnum Strætó hefur sinnt sérakstri í kringum stórtónleika í Kórnum og komin er góð reynsla á það fyrirkomulag. Aðstæður verða hins vegar aðeins öðruvísi í kvöld. Lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum í Kórahverfinu þegar Justin Timberlake, Justin Bieber og Rammstein héldu sína tónleika. Lokanir á slíkum mælikvarða verða ekki til staðar í kvöld. Strætó og lögreglan munu því þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. Strætó er með reynslumikið fólk sem mun handstýra flotanum eftir þörfum, þannig allir ættu að komast sáttir til og frá Laugardalnum. Því fleiri sem hvíla einkabílinn í kvöld, því hraðar ættu allar samgöngur að ganga fyrir sig í kvöld.
Strætó Tengdar fréttir Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30 Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24 Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30
Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24
Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00