„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 15:09 Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. Vísir/getty Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52
Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54