Fara í mál að fólkinu forspurðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Samkvæmt lauslegri samantekt er meðaltalsmálskostnaður rúmlega 1,5 milljónir króna VÍSIR/VILHELM Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00