Biðla til allra í Laos um hjálp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Sléttur Attapeu-fylkis eru á kafi í vatni eftir að stífla brast Vísir/AFP Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“ Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“
Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24