Sport

„Sleðahundurinn“ Katrín Tanja vill verða hraustasta kona heims á ný

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir býr í Boston og æfir CrossFit af fullum krafti
Katrín Tanja Davíðsdóttir býr í Boston og æfir CrossFit af fullum krafti Mynd/Instagram/katrintanja
Katrín Tanja Davíðsdóttir á harma að hefna á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í byrjun ágúst. Katrín Tanja vann keppnina og hlaut titilinn Hraustasta kona heims árin 2015 og 2016 en þurfti að sætta sig við fimmta sætið í fyrra.

Katrín Tanja var í stuttu viðtali við CNN í upphitun fyrir leikana sem hefjast 1. ágúst í Madison, Wisconsin. Hún sagðist ekki hafa gert neitt rangt í fyrra, það vantaði bara þessa smá töfra sem hún hafði áður. Hún og þjálfari hennar, Ben Bergeron, voru á leið af leikunum í fyrra þegar hann stoppaði bílinn í vegkantinum og þau fóru yfir allt það sem þau höfðu gert það árið og ætluðu að sjá til þess að á mótinu í ár gengi allt eftir óskum.

Vörumerki Katrínar Tönju er innblásið af sleðahundummynd/rougue fitness
„Það er ekki mikið af klukkustundum eftir í sólarhringnum til þess að bæta við fleiri æfingum og ég elska það,“ sagði Katrín Tanja.

Í viðtalinu segir Katrín Tanja frá því að hún lýsi sjálfri sér sem sleðahundi. Hún tekur lýsinguna svo langt að hennar persónulega vörumerki er byggt á sleðahundum.

„Sleðahundur elskar að vinna og verður óþolinmóður og pirraður þegar hann er ekki upptekinn.“

Katrín Tanja vann fimm af sex greinum í einni af síðustu undankeppnum mótsins og náði bestum árangri allra í heiminum. Hún virðist vera búin að enduruppgötva töfrana sína.

Fjórar íslenskar konur keppa á heimsleikunum í ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þá er Björgvin Karl Guðmundsson á meðal keppenda í karlaflokki.


Tengdar fréttir

Katrín Tanja: Ég vil ekki vera fullkomin

Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×