Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 15:07 Með því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Vísir/AP Vísindamenn telja sig hafa fundið stórt stöðuvatn úr fljótandi vatni undir yfirborði Mars. Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. Rannsóknir sýna þó að á árum var vatn á yfirborð Mars og hefur Curiosity vélmennið fundið gömul stöðuvötn. Síðan þá hefur hitastig plánetunnar þó lækkað verulega og allt það vatn sem hingað til hefur fundist er frosið. Þá hefur Curiosity einnig fundið lífrænar sameindir og metan á Mars, sem gefur til kynna að mögulega hafi plánetan eitt sinn hýst líf og geri jafnvel enn.Sjá einnig: Curiosity fann lífrænar sameindir á MarsMeð því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Áætlað er að það sé í minnsta lagi metri að dýpt.Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt.Vísir/SAMMIVísindamennirnir áætla að þar sem vatnið mætir íshellunni á pólnum sé um tíu til þrjátíu stiga frost. Því sé líklegt að það innihaldi mikið af efnum eins og salti. Þar að auki sé það undir gífurlegum þrýstingi því annars væri það frosið. Ólíklegt þykir að líf gæti fundist í vatninu. BBC bendir á að vísindamenn telji sig hafa fundið bakteríur undir suðurskauti Jarðarinnar en ólíklegt þykir að hægt væri að gera sambærilegar rannsóknir á Mars í náinni framtíð. Nauðsynlegt yrði að senda vélmenni til plánetunnar sem gæti borað sig í gegnum klaka sem er um einn og hálfur kílómetri að þykkt.Vísindamennirnir vilja þó skoða yfirborð plánetunnar með nánari hætti og reyna að finna fleiri stöðuvötn undir yfirborði Mars. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56 Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05 Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Vísindamenn telja sig hafa fundið stórt stöðuvatn úr fljótandi vatni undir yfirborði Mars. Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. Rannsóknir sýna þó að á árum var vatn á yfirborð Mars og hefur Curiosity vélmennið fundið gömul stöðuvötn. Síðan þá hefur hitastig plánetunnar þó lækkað verulega og allt það vatn sem hingað til hefur fundist er frosið. Þá hefur Curiosity einnig fundið lífrænar sameindir og metan á Mars, sem gefur til kynna að mögulega hafi plánetan eitt sinn hýst líf og geri jafnvel enn.Sjá einnig: Curiosity fann lífrænar sameindir á MarsMeð því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Áætlað er að það sé í minnsta lagi metri að dýpt.Vatnið er undir suðurskauti rauðu plánetunnar og er um 20 kílómetra breitt.Vísir/SAMMIVísindamennirnir áætla að þar sem vatnið mætir íshellunni á pólnum sé um tíu til þrjátíu stiga frost. Því sé líklegt að það innihaldi mikið af efnum eins og salti. Þar að auki sé það undir gífurlegum þrýstingi því annars væri það frosið. Ólíklegt þykir að líf gæti fundist í vatninu. BBC bendir á að vísindamenn telji sig hafa fundið bakteríur undir suðurskauti Jarðarinnar en ólíklegt þykir að hægt væri að gera sambærilegar rannsóknir á Mars í náinni framtíð. Nauðsynlegt yrði að senda vélmenni til plánetunnar sem gæti borað sig í gegnum klaka sem er um einn og hálfur kílómetri að þykkt.Vísindamennirnir vilja þó skoða yfirborð plánetunnar með nánari hætti og reyna að finna fleiri stöðuvötn undir yfirborði Mars.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56 Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05 Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56
Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Geimvísindamenn telja mögulegt að vísbendingar um líf á Mars gæti litið dagsins ljós í sumar. 28. apríl 2018 23:05
Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. 13. mars 2013 15:50
Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15