Breskur ólympíufari lést á átján ára afmælisdaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 08:54 Ellie Soutter er fallin frá. mynd/team gb Ellie Soutter, 18 ára gömul bresk afrekskona í snjóbrettaíþróttum, lést á miðvikudaginn. BBC greinir frá en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Hún lést á afmælisdegi sínum. Soutter var ein af efnilegustu vetraríþróttamönnum Bretlands en hún vann brons fyrir Breta á vetrarólympíuleikum æskunnar í fyrra og var fánaberi við lokaathöfn leikanna. Hún var fyrr í þessum mánuði kölluð inn í A-landslið Bretlands fyrir Evrópumótaröðina í snjóbrettaíþróttum og var fastlega búist við að hún myndi vera í ólympíuliði Breta árið 2022. Soutter var við æfingar í Evrópu og lést nálægt heimili sínu í Frakklandi en sem fyrr segir er ekki vitað hvernig dauðdaga hennar bar að. „Ég er svo stoltur af þessari ungu konu. Þessi vondi heimur tók sálufélaga minn frá mér á 18 ára afmælisdaginn. Ég mun sakna þín meira en þú getur ímyndað þér. Hvíldu í friði litli meistarinn minn,“ skrifar faðir hennar á Facebook. Breskir vetraríþróttamenn hafa keppst við að minnast hinnar ungu Soutter á samfélagsmiðlum eftir að fréttir af andláti hennar fóru að berast. „Það er sorglegt að heyra þessar fréttir. Þú varst frábær stelpa. Þú var frábær liðsfélagi sem fékkst mig til að brosa á hverjum degi. Ég á eftir að sakna þín svakalega,“ skrifaði Emily Sarsfield, margfaldur meistari í skíðafimi, á Facebook-síðu sína. Aðrar íþróttir Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Sjá meira
Ellie Soutter, 18 ára gömul bresk afrekskona í snjóbrettaíþróttum, lést á miðvikudaginn. BBC greinir frá en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Hún lést á afmælisdegi sínum. Soutter var ein af efnilegustu vetraríþróttamönnum Bretlands en hún vann brons fyrir Breta á vetrarólympíuleikum æskunnar í fyrra og var fánaberi við lokaathöfn leikanna. Hún var fyrr í þessum mánuði kölluð inn í A-landslið Bretlands fyrir Evrópumótaröðina í snjóbrettaíþróttum og var fastlega búist við að hún myndi vera í ólympíuliði Breta árið 2022. Soutter var við æfingar í Evrópu og lést nálægt heimili sínu í Frakklandi en sem fyrr segir er ekki vitað hvernig dauðdaga hennar bar að. „Ég er svo stoltur af þessari ungu konu. Þessi vondi heimur tók sálufélaga minn frá mér á 18 ára afmælisdaginn. Ég mun sakna þín meira en þú getur ímyndað þér. Hvíldu í friði litli meistarinn minn,“ skrifar faðir hennar á Facebook. Breskir vetraríþróttamenn hafa keppst við að minnast hinnar ungu Soutter á samfélagsmiðlum eftir að fréttir af andláti hennar fóru að berast. „Það er sorglegt að heyra þessar fréttir. Þú varst frábær stelpa. Þú var frábær liðsfélagi sem fékkst mig til að brosa á hverjum degi. Ég á eftir að sakna þín svakalega,“ skrifaði Emily Sarsfield, margfaldur meistari í skíðafimi, á Facebook-síðu sína.
Aðrar íþróttir Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Sjá meira