Háværum stegg sagt til syndanna í Druslugöngunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 19:57 Druslur létu ekki smá rigningu á sig fá. Vísir/einar „Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan. Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
„Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan.
Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
„Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18
Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15
Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21