Öruggur sigur Hamilton í Ungverjalandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. júlí 2018 14:51 Lewis Hamilton. vísir/getty Lewis Hamilton vann öruggan sigur í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann er nú kominn með 24 stiga forskot á Sebastian Vettel í stigakeppni ökuþóra. Hamilton var á ráspól í dag og var í forystunni nær allan tímann. Undir lokin var hann kominn með yfir 20 sekúndna forskot á næstu menn og var sigur hans aldrei í hættu. Vettel byrjaði fjórði en náði að vinna sig upp í annað sætið. Hann fór fram úr Valtteri Bottas þegar örfáir hringir voru eftir og skaddaðist bíll Bottas aðeins í átökunum en hann gat þó haldið áfram keppni. Kimi Raikkonen endaði í þriðja sætinu og Daniel Ricciardo á Red Bull í fjórða. Bottas þurfti að sætta sig við fimmta sætið. Kappaksturinn í Ungverjalandi var sá síðasti fyrir sumarfrí í Formúlunni og virðist Hamilton stefna á að verja titil sinn þegar keppni hefst aftur. Þó er hann með þá tölfræði gegn sér að þau ár sem hann hefur sigrað í Ungverjalandi hefur hann ekki náð að sigra stigakeppnina. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton vann öruggan sigur í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann er nú kominn með 24 stiga forskot á Sebastian Vettel í stigakeppni ökuþóra. Hamilton var á ráspól í dag og var í forystunni nær allan tímann. Undir lokin var hann kominn með yfir 20 sekúndna forskot á næstu menn og var sigur hans aldrei í hættu. Vettel byrjaði fjórði en náði að vinna sig upp í annað sætið. Hann fór fram úr Valtteri Bottas þegar örfáir hringir voru eftir og skaddaðist bíll Bottas aðeins í átökunum en hann gat þó haldið áfram keppni. Kimi Raikkonen endaði í þriðja sætinu og Daniel Ricciardo á Red Bull í fjórða. Bottas þurfti að sætta sig við fimmta sætið. Kappaksturinn í Ungverjalandi var sá síðasti fyrir sumarfrí í Formúlunni og virðist Hamilton stefna á að verja titil sinn þegar keppni hefst aftur. Þó er hann með þá tölfræði gegn sér að þau ár sem hann hefur sigrað í Ungverjalandi hefur hann ekki náð að sigra stigakeppnina.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira