Fleiri dýrgripir sagðir í Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Hluti áhafnar Seabed Worker. Óskar P. Friðriksson Verðmæti sem sögð eru mun meira virði en innihald skáps sem bjarga á úr flaki flutningaskipsins SS Minden eru nú sögð vera um borð. Aðeins yfirmenn í björgunarskipinu eru sagðir vita hvað þar sé um að ræða. Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur undanfarið lónað yfir flaki SS Minden suður af Íslandi. Leyfi Umhverfisstofnunar til að bjástra við Minden rennur út í dag. Í umsókn Advanced Marine Services til Umhverfisstofnunar á sínum tíma sagði að ná ætti upp skáp eða kistu sem menn teldu geyma gull. Seabed Worker er vel búið skip.Óskar P. FriðrikssonMiðað við uppgefið rúmmál skápsins reiknaði Fréttablaðið út að verðmætið gæti verið yfir tólf milljarðar króna. Fulltrúar Advanced Marine Services hafa ekki vilja ræða við fjölmiðla um Minden-leiðangurinn. Samkvæmt gögnum sem fram hafa komið voru engir eðalmálmar eða önnur slík verðmæti skráð í farmi SS Minden. Farmurinn var að stærstum hluta harðviðarkvoða. Í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 var rætt við sagnfræðinginn Þór Whitehead sem kvað ólíklegt að fjársjóðir væru í flakinu. „Skjöl útgerðarfélagsins um Minden liggja annars djúpt grafin í gögnum þess í ríkissafninu í Hamborg,“ benti sagnfræðingurinn á. Síðar sagði Fréttablaðið frá því að leiðangursmenn teldu gull um borð. Nú herma heimildir Fréttablaðsins að meðal undirmanna á Seabed Worker gangi sú saga að eitthvað enn mikilvægara en skápur með gulli leynist í Minden. Hvað það er nákvæmlega sé aðeins á vitorði örfárra manna um borð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00 Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07 Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Verðmæti sem sögð eru mun meira virði en innihald skáps sem bjarga á úr flaki flutningaskipsins SS Minden eru nú sögð vera um borð. Aðeins yfirmenn í björgunarskipinu eru sagðir vita hvað þar sé um að ræða. Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur undanfarið lónað yfir flaki SS Minden suður af Íslandi. Leyfi Umhverfisstofnunar til að bjástra við Minden rennur út í dag. Í umsókn Advanced Marine Services til Umhverfisstofnunar á sínum tíma sagði að ná ætti upp skáp eða kistu sem menn teldu geyma gull. Seabed Worker er vel búið skip.Óskar P. FriðrikssonMiðað við uppgefið rúmmál skápsins reiknaði Fréttablaðið út að verðmætið gæti verið yfir tólf milljarðar króna. Fulltrúar Advanced Marine Services hafa ekki vilja ræða við fjölmiðla um Minden-leiðangurinn. Samkvæmt gögnum sem fram hafa komið voru engir eðalmálmar eða önnur slík verðmæti skráð í farmi SS Minden. Farmurinn var að stærstum hluta harðviðarkvoða. Í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 var rætt við sagnfræðinginn Þór Whitehead sem kvað ólíklegt að fjársjóðir væru í flakinu. „Skjöl útgerðarfélagsins um Minden liggja annars djúpt grafin í gögnum þess í ríkissafninu í Hamborg,“ benti sagnfræðingurinn á. Síðar sagði Fréttablaðið frá því að leiðangursmenn teldu gull um borð. Nú herma heimildir Fréttablaðsins að meðal undirmanna á Seabed Worker gangi sú saga að eitthvað enn mikilvægara en skápur með gulli leynist í Minden. Hvað það er nákvæmlega sé aðeins á vitorði örfárra manna um borð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00 Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07 Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00
Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07
Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00