Lineker ætlar að koma fram í Borat-skýlunni ef England verður heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 11:30 Gary Lineker og Borat í skýlunni. Vísir/Samsett/Getty Sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker ætlar að bjóða upp á sannkallað „tískuslys“ í beinni útsendingu á þættinum Match of the Day á BBC. Til að svo verði þá þurfa landar hans í enska landsliðinu að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Enska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á HM í Rússlandi og betur en flestir bjuggust við. Þar á meðal er einn helsti knattspyrnuspekingur ensku þjóðarinnar. Það vakti athygli þegar Gary Lineker lofaði og stóð við að kynna þáttinn sinn á nærbuxunum ef Leicester City yrði Englandsmeistari. Gary Lineker var lykilmaður hjá enska fótboltalandsliðinu þegar liðið komst í undanúrslit HM fyrir 28 árum síðan. Nú hefur hann gefið athyglisvert loforð fari enska liðið alla leið á HM í Rússlandi. Enska landsliðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld en liðið komst síðast svona langt á HM í Ítalíu 1990. Þá skoraði Gary Lineker mark Englendinga í 1-1 jafntefli á móti Þýskalandi en Þjóðverjar unnu í vítakeppni. Lineker skoraði úr sinni vítaspyrnu en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á tveimur síðustu spyrnum enska landsliðsins. Félagar Lineker hjá BBC minntu sinn mann á loforðið á Twitter í dag. Gary Lineker lofaði því nefnilega fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi að hann myndi kynna þáttinn sinn MOTD í Mankini-sundskýlu ef Englendingar yrðu heimsmeistarar.Ahead of #Croatia v #England in the #WorldCup semi-final, we thought we'd remind everyone about this: "@GaryLineker: 'If England win the World Cup 2018, I'd present MOTD in a mankini'" #bbcworldcup#croenghttps://t.co/FucsSotTUapic.twitter.com/eLtkT3soRF — BBC Newsround (@BBCNewsround) July 10, 2018 Mankini-sundskýlan er oftast kölluð Borat-skýlan en hver man ekki eftir þegar leikarinn Sacha Baron Cohen klæddist henni í grínmyndinni „Borat! Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan“ sem kom út árið 2006. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker ætlar að bjóða upp á sannkallað „tískuslys“ í beinni útsendingu á þættinum Match of the Day á BBC. Til að svo verði þá þurfa landar hans í enska landsliðinu að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Enska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á HM í Rússlandi og betur en flestir bjuggust við. Þar á meðal er einn helsti knattspyrnuspekingur ensku þjóðarinnar. Það vakti athygli þegar Gary Lineker lofaði og stóð við að kynna þáttinn sinn á nærbuxunum ef Leicester City yrði Englandsmeistari. Gary Lineker var lykilmaður hjá enska fótboltalandsliðinu þegar liðið komst í undanúrslit HM fyrir 28 árum síðan. Nú hefur hann gefið athyglisvert loforð fari enska liðið alla leið á HM í Rússlandi. Enska landsliðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld en liðið komst síðast svona langt á HM í Ítalíu 1990. Þá skoraði Gary Lineker mark Englendinga í 1-1 jafntefli á móti Þýskalandi en Þjóðverjar unnu í vítakeppni. Lineker skoraði úr sinni vítaspyrnu en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á tveimur síðustu spyrnum enska landsliðsins. Félagar Lineker hjá BBC minntu sinn mann á loforðið á Twitter í dag. Gary Lineker lofaði því nefnilega fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi að hann myndi kynna þáttinn sinn MOTD í Mankini-sundskýlu ef Englendingar yrðu heimsmeistarar.Ahead of #Croatia v #England in the #WorldCup semi-final, we thought we'd remind everyone about this: "@GaryLineker: 'If England win the World Cup 2018, I'd present MOTD in a mankini'" #bbcworldcup#croenghttps://t.co/FucsSotTUapic.twitter.com/eLtkT3soRF — BBC Newsround (@BBCNewsround) July 10, 2018 Mankini-sundskýlan er oftast kölluð Borat-skýlan en hver man ekki eftir þegar leikarinn Sacha Baron Cohen klæddist henni í grínmyndinni „Borat! Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan“ sem kom út árið 2006.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira