Fæst ekki svarað hvort flugdólgurinn fer á bannlista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2018 13:00 Guðjón segir að stefnt hafi í að millilenda þyrfti vélinni á Írlandi WOW Air Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp. „Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis. „Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“ Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air. „WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“ Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp. „Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis. „Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“ Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air. „WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“ Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30