Erlent

Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok síðasta mánaðar er kominn til meðvitundar. Hann liggur þó enn þungt haldinn á spítala í Salisbury, þeim sama og Skipal-feðginin voru á þegar þau börðust fyrir lífi sínu eftir taugaeitursárás í mars.
Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok síðasta mánaðar er kominn til meðvitundar. Hann liggur þó enn þungt haldinn á spítala í Salisbury, þeim sama og Skipal-feðginin voru á þegar þau börðust fyrir lífi sínu eftir taugaeitursárás í mars. vísir/ap
Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. Þetta kemur fram á breska ríkisútvarpinu BBC.

Dawn Sturgess, sem einnig varð fyrir eitruninni, lést síðasta sunnudag. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í lok júnímánaðar.

Dawn Sturgess, sem var 44 ára, lést í fyrradag eftir að hafa komist í snertingu við taugaeitrið Novichok.vísir/ap
Að sögn yfirhjúkrunarfræðings við spítala í Salisbury er Rowley enn í lífshættu en hann sé þó kominn til meðvitundar. Hann hefur fram til þessa og þarf áfram að vera undir læknishöndum allan sólarhringinn.

Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu einhver tengsl á milli eitrunarinnar á Rowley og Sturgess og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Júlia og Sergei Skripal urðu fyrir Novichok eitrun í Salisbury í mars á þessu ári.

Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútin hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Yfirvöld í Rússlandi hafi ekki komið nálægt neinum eitrunartilburðum.

Svæðisstjóri heilbrigðismála í Amesbury og Salisbury, Sally Davies, hefur biðlað til íbúa á svæðinu að snerta ekki neina hluti á víðavangi til að gæta fyllsta öryggis.


Tengdar fréttir

Rússar hafna niðurstöðunum alfarið

Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×