„Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:00 Enska landsliðið fyrir leikinn við Svía í átta liða úrslitunum. Vísir/Getty Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vill bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vill bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira