Harry Kane væri í B-deildinni ef Gummi Ben hefði rétt fyrir sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2018 12:00 Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason hafa leiðst hönd í hönd í gegnum enska boltann á Stöð 2 Sport í mörg ár í Messunni og hafa þeir félagararnir rifist um ýmislegt. Stundum hefur Gummi rétt fyrir sér og stundum Hjörvar en þegar kom að framtíð Harry Kane verður að segjast að Gummi hafi ekki beint hitt naglann á höfuðið eins og kom fram í Sumarmessunni í gærkvöldi. Hjörvar rifjaði upp þriggja ára gamla klippu úr ensku Messunni þar sem að Guðmundur var ekki sannfærður um ágæti Harry Kane þrátt fyrir að hann væri á þeim tíma markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er hræðilegt að segja þetta en ég hef samt þá tilfinningu að Harry Kane spili í Championship-deildinni með Nottingham Forest eða Sheffield United eftir tvö og hálft til þrjú ár,“ sagði Guðmundur í febrúar árið 2015. „Ég get lofað þér að svo verður ekki. Það er margt í þessum strák. Hann er stór, mjög sterkur og svo er hann svolítið klár. Mér finnst hann vera með mikla fótboltagreind,“ svaraði Hjörvar. Kane átti eftir að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar næstu tvö tímabil og fá silfurskóinn til viðbótar við það auk þess sem að hann er nú markahæsti leikmaður HM. „Við vorum alltaf að rífast um ágæti Harry Kane. Það var bara eitthvað skrítið við útlitið á Harry Kane sem blekkti Guðmund,“ sagði Hjörvar í Sumarmessunni í gær. Gamla myndbrotið og umræðuna úr Sumarmessunni í gær má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00 Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason hafa leiðst hönd í hönd í gegnum enska boltann á Stöð 2 Sport í mörg ár í Messunni og hafa þeir félagararnir rifist um ýmislegt. Stundum hefur Gummi rétt fyrir sér og stundum Hjörvar en þegar kom að framtíð Harry Kane verður að segjast að Gummi hafi ekki beint hitt naglann á höfuðið eins og kom fram í Sumarmessunni í gærkvöldi. Hjörvar rifjaði upp þriggja ára gamla klippu úr ensku Messunni þar sem að Guðmundur var ekki sannfærður um ágæti Harry Kane þrátt fyrir að hann væri á þeim tíma markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er hræðilegt að segja þetta en ég hef samt þá tilfinningu að Harry Kane spili í Championship-deildinni með Nottingham Forest eða Sheffield United eftir tvö og hálft til þrjú ár,“ sagði Guðmundur í febrúar árið 2015. „Ég get lofað þér að svo verður ekki. Það er margt í þessum strák. Hann er stór, mjög sterkur og svo er hann svolítið klár. Mér finnst hann vera með mikla fótboltagreind,“ svaraði Hjörvar. Kane átti eftir að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar næstu tvö tímabil og fá silfurskóinn til viðbótar við það auk þess sem að hann er nú markahæsti leikmaður HM. „Við vorum alltaf að rífast um ágæti Harry Kane. Það var bara eitthvað skrítið við útlitið á Harry Kane sem blekkti Guðmund,“ sagði Hjörvar í Sumarmessunni í gær. Gamla myndbrotið og umræðuna úr Sumarmessunni í gær má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00 Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00
Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30