Danskur landsliðsmaður inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Lukas Lerager í stúkunni með kærustunni á HM. Hann fékk aðeins eina stutta innkomu. Vísir/Getty Danski landsliðsmaðurinn Lukas Lerager spilaði sögulega lítið á HM í fóbolta í Rússlandi þar sem Danir komust í sextán liða úrslitin. Lukas Lerager spilaði aðeins í 81 sekúndu á mótinu eftir að hafa komið inná sem varamaður í leik á móti Frakklandi í riðlakeppninni. Lukas Lerager kom þá inná fyrir Thomas Delaney á annarri mínútu í uppbótartíma leiksins. Lerager náði aldrei að koma við boltann á þessum tíma en tölfræði FIFA segir að hann hafi hlaupið alls 198 metra. Lukas Lerager komst með þessum stutta leiktíma inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar. Hann skipar núna annað sæti listans.Las carreras más cortas en la historia de la Copa del Mundo: 1 Tim Krul : jugó 48 segundos (más una tanda de penaltis) en 2014. 2️ LUKAS LERAGER : ha jugado 81 segundos en 2018. 3️ Marcelo Trobbiani : jugó 87 segundos en la final de 1986. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Hollenski markvörðurinn Tim Krul spilaði bara 48 sekúndur árið 2014 þegar hann kom inn rétt fyrir vítaspyrnukeppni á móti Kosta Ríka þar sem hann síðan varði tvær spyrnur. Holland vann vítakeppnina en Krul spilaði ekki meira í mótinu. Þar sem að Tim Krul tók líka þátt í vítakeppninni þá er alveg hægt að rökstyðja það að hann hafi í raun spilað lengur en Lukas Lerager og að danski strákurinn ætti því að eiga þetta HM-met. Tölfræðilega er hann engu að síðustu í 2. sætinu á eftir Tim Krul . Lerager fór aftur á móti uppfyrir Argentínumanninn Marcelo Trobbiani. Trobbiani á samt eina frægustu innkomu allra tíma á HM. Einu sekúndurnar sem hann spilaði á HM voru nefnilega 87 síðustu sekúndurnar í úrslitaleik HM í Mexíkó 1986. Marcelo Trobbiani kom einu sinni við boltann í leiknum en hann átti þá hælspyrnu á félaga sinn í argentínska landsliðinu. Lukas Lerager er 24 ára miðjumaður og leikmaður Bordeaux í Frakklandi. Leikurinn á móti Frökkum var hans fimmti landsleikur á ferlinum. Til fróðleiks þá var það Arnór Ingvi Traustason sem spilaði minnst af íslensku strákunum á HM af þeim sem komu eitthvað við sögu. Arnór Ingvi spilaði í fjórar mínútur og 56 sekúndur eftir að hann kom inná fyrir Birki Bjarnason í leiknum á móti Króatíu. Albert Guðmundsson spilaði í 9 mínútur og 24 sekúndur á móti Króötum.Lukas Lerager í leiknum á móti Frökkum.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vill bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Lukas Lerager spilaði sögulega lítið á HM í fóbolta í Rússlandi þar sem Danir komust í sextán liða úrslitin. Lukas Lerager spilaði aðeins í 81 sekúndu á mótinu eftir að hafa komið inná sem varamaður í leik á móti Frakklandi í riðlakeppninni. Lukas Lerager kom þá inná fyrir Thomas Delaney á annarri mínútu í uppbótartíma leiksins. Lerager náði aldrei að koma við boltann á þessum tíma en tölfræði FIFA segir að hann hafi hlaupið alls 198 metra. Lukas Lerager komst með þessum stutta leiktíma inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar. Hann skipar núna annað sæti listans.Las carreras más cortas en la historia de la Copa del Mundo: 1 Tim Krul : jugó 48 segundos (más una tanda de penaltis) en 2014. 2️ LUKAS LERAGER : ha jugado 81 segundos en 2018. 3️ Marcelo Trobbiani : jugó 87 segundos en la final de 1986. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Hollenski markvörðurinn Tim Krul spilaði bara 48 sekúndur árið 2014 þegar hann kom inn rétt fyrir vítaspyrnukeppni á móti Kosta Ríka þar sem hann síðan varði tvær spyrnur. Holland vann vítakeppnina en Krul spilaði ekki meira í mótinu. Þar sem að Tim Krul tók líka þátt í vítakeppninni þá er alveg hægt að rökstyðja það að hann hafi í raun spilað lengur en Lukas Lerager og að danski strákurinn ætti því að eiga þetta HM-met. Tölfræðilega er hann engu að síðustu í 2. sætinu á eftir Tim Krul . Lerager fór aftur á móti uppfyrir Argentínumanninn Marcelo Trobbiani. Trobbiani á samt eina frægustu innkomu allra tíma á HM. Einu sekúndurnar sem hann spilaði á HM voru nefnilega 87 síðustu sekúndurnar í úrslitaleik HM í Mexíkó 1986. Marcelo Trobbiani kom einu sinni við boltann í leiknum en hann átti þá hælspyrnu á félaga sinn í argentínska landsliðinu. Lukas Lerager er 24 ára miðjumaður og leikmaður Bordeaux í Frakklandi. Leikurinn á móti Frökkum var hans fimmti landsleikur á ferlinum. Til fróðleiks þá var það Arnór Ingvi Traustason sem spilaði minnst af íslensku strákunum á HM af þeim sem komu eitthvað við sögu. Arnór Ingvi spilaði í fjórar mínútur og 56 sekúndur eftir að hann kom inná fyrir Birki Bjarnason í leiknum á móti Króatíu. Albert Guðmundsson spilaði í 9 mínútur og 24 sekúndur á móti Króötum.Lukas Lerager í leiknum á móti Frökkum.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vill bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira