Dana Jóna var tekin tali í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði þar frá kveikjunni að myndböndunum og viðtökunum sem þau hafa fengið.
„Upphaflega átti þetta að vera bara fyrir vini mína og mitt nánasta en svo fór þetta að fara víðar. Í sambandi við þessa brandara þá á ég það til að lesa þetta heima og get þá náttúrulega sprungið úr hlátri og hlegið alveg eins og asni,“ sagði Dana Jóna en brandarann sem kom henni á kortið má sjá hér að neðan.
Heyra má nýjan brandara frá Dönu Jónu, með tilheyrandi hlátrasköllum, á mínútu 2:10 í spilaranum hér að neðan.