Reyndi að ná góðri Instagram-mynd en var bitin af hákarli Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2018 16:36 Ein af myndunum af atvikinu sem tengdafaðir Zarutskie festi á filmu. Sauma þurfti nokkur spor í handlegg Zarutskie eftir árás hákarlsins. Mynd/Tom Bates Fyrirsætan og neminn Katarina Zarutskie komst í hann krappann í síðasta mánuði þegar hún reyndi að ná góðri mynd af sér fyrir Instagram í fríinu. Hin 19 ára Zarutskie var stödd á Bahamaeyjum, nánar tiltekið á Exuma-eyjaklasanum, og kom þar auga á fólk sem hafði stungið sér til sunds með nokkrum hákörlum. Hákarlarnir eru almennt gæfir og eru vinsælt myndefni ferðamanna á svæðinu. Zaruitskie ákvað því að ná mynd af sér með hákörlunum og skellti sér út í sjó, að fyrirmynd fjölda fólks ef marga má myndir frá svæðinu á Instagram. Ekki fór betur en svo að einn hákarlinn réðst til atlögu og beit Zarutskie í handlegginn. Árás hákarlsins náðist á myndum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Zarutskie hlaut nokkuð stórt sár í átökunum en varð að öðru leyti ekki meint af viðskiptum sínum við dýrið. Eftir að fjallað var um myndirnar í bandarískum fjölmiðlum hefur Zarutskie, sem er alin upp í Kaliforníu, greint frá því að henni hafi borist fjöldi andstyggilegra athugasemda. Margir hafa sakað hana um grunnhyggni og þá þvertekur hún fyrir að hafa farið út í sjóinn þvert á boð og bönn. Hún hefur nú lokað Instagram-reikningi sínum fyrir ókunnugum en fjöldi kvenna hefur neyðst til að gera slíkt hið sama undanfarin misseri. Vísir greindi frá því síðast í gær að ung kona, sem varð óafvitandi viðfang „ástarsögu í beinni“, var hrakin af samfélagsmiðlum vegna áreitni af hálfu netverja. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Fyrirsætan og neminn Katarina Zarutskie komst í hann krappann í síðasta mánuði þegar hún reyndi að ná góðri mynd af sér fyrir Instagram í fríinu. Hin 19 ára Zarutskie var stödd á Bahamaeyjum, nánar tiltekið á Exuma-eyjaklasanum, og kom þar auga á fólk sem hafði stungið sér til sunds með nokkrum hákörlum. Hákarlarnir eru almennt gæfir og eru vinsælt myndefni ferðamanna á svæðinu. Zaruitskie ákvað því að ná mynd af sér með hákörlunum og skellti sér út í sjó, að fyrirmynd fjölda fólks ef marga má myndir frá svæðinu á Instagram. Ekki fór betur en svo að einn hákarlinn réðst til atlögu og beit Zarutskie í handlegginn. Árás hákarlsins náðist á myndum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Zarutskie hlaut nokkuð stórt sár í átökunum en varð að öðru leyti ekki meint af viðskiptum sínum við dýrið. Eftir að fjallað var um myndirnar í bandarískum fjölmiðlum hefur Zarutskie, sem er alin upp í Kaliforníu, greint frá því að henni hafi borist fjöldi andstyggilegra athugasemda. Margir hafa sakað hana um grunnhyggni og þá þvertekur hún fyrir að hafa farið út í sjóinn þvert á boð og bönn. Hún hefur nú lokað Instagram-reikningi sínum fyrir ókunnugum en fjöldi kvenna hefur neyðst til að gera slíkt hið sama undanfarin misseri. Vísir greindi frá því síðast í gær að ung kona, sem varð óafvitandi viðfang „ástarsögu í beinni“, var hrakin af samfélagsmiðlum vegna áreitni af hálfu netverja.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23
Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09