Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hafnar því að bera ábyrgð á sjálfsvígi hælisleitanda sem fluttur var frá Þýskalandi í síðustu viku.
Fyrir viku voru 69 afganskir hælisleitendur sendir aftur til heimalands síns frá Þýskalandi. Það gerðist einmitt á 69 ára afmælisdag Seehofer. Á blaðamannafundi, þar sem hann minntist meðal annars á þetta í samhengi við afmæli sitt, notaði hann flutningana sem dæmi um nýja stefnu Þýskalands í málaflokknum.
Einn hinna brottfluttu, 23 ára maður sem hafði dvalist í Þýskalandi í sex ár, fyrirfór sér við komuna heim. Kallað hefur verið eftir því að Seehofer biðjist afsökunar og segi af sér vegna aðgerðarinnar en hann neitar að bera ábyrgð á málinu.
Hafnar ábyrgð á sjálfsvígi hælisleitanda

Tengdar fréttir

Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra
Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti.

Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer
Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi.

Funda um innflytjendamálin í kvöld
Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin.