Erlent

Hafnar ábyrgð á sjálfsvígi hælisleitanda

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Horst Seehofer mun áfram gegna embætti innanríkisráðherra Þýskalands.
Horst Seehofer mun áfram gegna embætti innanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/Getty
Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hafnar því að bera ábyrgð á sjálfsvígi hælisleitanda sem fluttur var frá Þýskalandi í síðustu viku.

Fyrir viku voru 69 afganskir hælisleitendur sendir aftur til heimalands síns frá Þýskalandi. Það gerðist einmitt á 69 ára afmælisdag Seehofer. Á blaðamannafundi, þar sem hann minntist meðal annars á þetta í samhengi við afmæli sitt, notaði hann flutningana sem dæmi um nýja stefnu Þýskalands í málaflokknum.

Einn hinna brottfluttu, 23 ára maður sem hafði dvalist í Þýskalandi í sex ár, fyrirfór sér við komuna heim. Kallað hefur verið eftir því að Seehofer biðjist afsökunar og segi af sér vegna aðgerðarinnar en hann neitar að bera ábyrgð á málinu.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×