Erlent

Sökudólgar enn ófundnir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Lögregla á vettvangi síðari árásarinnar.
Lögregla á vettvangi síðari árásarinnar. Vísir/AFP
Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. Þetta sagði Neil Basu aðstoðarlögreglustjóri í yfirlýsingu í gær.

„Það væri stórkostlegt að geta staðið hér og sagt ykkur frá því að við hefðum gómað árásarmennina og að við værum viss um að ekki væri örðu af taugaeitrinu að finna í landinu,“ sagði Basu en raunin er vitaskuld önnur. „Hinn þungbæri veruleiki er hins vegar sá að ég get ekki sett fram neinar slíkar staðhæfingar á þessum tíma,“ bætti Basu við og sagði að mögulega yrði heldur ekki hægt að sanna að árásirnar tvær tengdust.

Um er að ræða annars vegar árásina á Sergej og Júlíu Skrípal í mars og svo Dawn Sturgess og Charlie Rowley fyrr í þessum mánuði. Sturgess lést af völdum árásarinnar en sjúkrahúsið í Salisbury greindi frá því í gær að Rowley væri ekki lengur í lífshættu.




Tengdar fréttir

Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur

Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem "ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður.

Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun

Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×