Kommúnistar koma inn úr kuldanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 08:54 Forsætisráðherra Tékklands, Andrej Babiš, í þinginu í gær þegar tekist var á um vantrausttillöguna. Vísir/epa Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir. Tékkland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir.
Tékkland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira