Innlent

Borgin braut jafnréttislög við ráðningu borgarlögmanns

Birgir Olgeirsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. vísir/stefán
Reykjavíkurborg braut gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðningu borgarlögmanns í ágúst árið 2017.

Tveir sóttu um starfið, hæstaréttarlögmennirnir Ebba Schram og Ástráður Haraldsson.



Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink
Reykjavíkurborg ákvað að ráða Ebbu en Ástráður kærði þá ákvörðun þar sem hann taldi að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum með því að ráða konu í starfið.

Hann taldi sig hæfari til að gegna starfinu Ebba.

Reykjavíkurborg taldi að á grundvelli umsóknargagna, viðtala, úrlausnar verkefnis, sem lagt var fyrir umsækjendur í ráðningarferlinu, og umsagna að Ebba hafi verið hæfari til þess að gegna starfinu.

Ebba Schram lögmaðurReykjavíkurborg
Kærunefndin taldi að með hliðsjón af menntun umsækjenda, starfsreynslu þeirra, sérþekkingu og öðrum sérstökum hæfileikum þeirra, hvað varðaði þau atriði sem áskilnaður var gerður um og þeirra atriða sem talin voru æskileg í auglýsingu um starfið, yrði ekki annað ráðið en að hlutrænt heildarmat á umsækjendum gæfi til kynna að hæfni Ástráðs í þeim hæfnisþáttum sem lagðir voru til grundvallar við ráðninguna væru meiri en Ebbu sem ráðin var í starfið.

Taldi nefndin því að Reykjavíkurborg hefði brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Reykjavíkurborg þótti ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni.

Úrskurðinn í heild má lesa hér.


Tengdar fréttir

Telur flesta lögmenn hafa vitað af stöðu borgarlögmanns

Formaður borgarráðs blæs á gagnrýni borgarfulltrúans Kjartans Magnússonar varðandi vinnubrögð við ráðningu nýs borgarlögmanns. Segir þau „pólitískt geim“. Tveir sóttu um stöðuna og var staðgengill borgarlögmanns ráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×