Framlengdu valdatíð forsetans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, er yfirleitt með hatt á höfði. Vísir/Getty Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021. Upphaflega átti að kjósa til forseta þann 9. júlí, í fyrsta sinn frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði. Við þau áform var hins vegar hætt vegna meintrar valdaránstilraunar og átaka í Afríkuríkinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem þingið framlengir valdatíð Kiirs. Þegar halda átti forsetakosningar í júní árið 2015 var valdatíð hans í staðinn framlengd um þrjú ár vegna þessarar sömu borgarastyrjaldar sem geisaði þá og geisar enn í Suður-Súdan. Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdan allt frá því að ríkið fékk sjálfstæði árið 2011. Fyrir þann tíma var hann bæði forseti héraðsstjórnar Suður-Súdan, á meðan landið tilheyrði Súdan enn, og fyrsti varaforseti Súdan. Hann hefur þó aldrei verið formlega kjörinn forseti hins unga lýðveldis. Að sögn Pauls Youani Bonju, formanns upplýsingamálanefndar þingsins, er ákvörðunin til þess fallin að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn eru hins vegar ekki hrifnir, ef marka má frétt Reuters. „Við hörmum þessa ákvörðun þar sem hún sýnir fram á að ríkisstjórnin sé bara að spila einhverja leiki við samningaborðið. Alþjóðasamfélagið ætti ekki að viðurkenna þessa ákvörðun og ætti að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé samansett úr umboðslausum útlögum,“ sagði Mabior Garang de Mabior, talsmaður uppreisnarsamtakanna SPLM-IO, við miðilinn. SPLM-IO eru uppreisnarsamtök sem voru mynduð eftir að Riek Machar var rekinn úr embætti varaforseta landsins eftir ósætti við Kiir árið 2013. Samtökin styðja Machar til áhrifa en eru ekki þau einu sem hafa barist gegn ríkisstjórninni í þessu tæplega fimm ára langa stríði. Á milli 50.000 og 300.000 hafa farist í átökunum, ein og hálf milljón flúið land og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innanlands. Þá hefur hungursneyð verið lýst yfir í Unity-héraði og staðan er víðast hvar erfið. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Súdan Súdan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021. Upphaflega átti að kjósa til forseta þann 9. júlí, í fyrsta sinn frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði. Við þau áform var hins vegar hætt vegna meintrar valdaránstilraunar og átaka í Afríkuríkinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem þingið framlengir valdatíð Kiirs. Þegar halda átti forsetakosningar í júní árið 2015 var valdatíð hans í staðinn framlengd um þrjú ár vegna þessarar sömu borgarastyrjaldar sem geisaði þá og geisar enn í Suður-Súdan. Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdan allt frá því að ríkið fékk sjálfstæði árið 2011. Fyrir þann tíma var hann bæði forseti héraðsstjórnar Suður-Súdan, á meðan landið tilheyrði Súdan enn, og fyrsti varaforseti Súdan. Hann hefur þó aldrei verið formlega kjörinn forseti hins unga lýðveldis. Að sögn Pauls Youani Bonju, formanns upplýsingamálanefndar þingsins, er ákvörðunin til þess fallin að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn eru hins vegar ekki hrifnir, ef marka má frétt Reuters. „Við hörmum þessa ákvörðun þar sem hún sýnir fram á að ríkisstjórnin sé bara að spila einhverja leiki við samningaborðið. Alþjóðasamfélagið ætti ekki að viðurkenna þessa ákvörðun og ætti að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé samansett úr umboðslausum útlögum,“ sagði Mabior Garang de Mabior, talsmaður uppreisnarsamtakanna SPLM-IO, við miðilinn. SPLM-IO eru uppreisnarsamtök sem voru mynduð eftir að Riek Machar var rekinn úr embætti varaforseta landsins eftir ósætti við Kiir árið 2013. Samtökin styðja Machar til áhrifa en eru ekki þau einu sem hafa barist gegn ríkisstjórninni í þessu tæplega fimm ára langa stríði. Á milli 50.000 og 300.000 hafa farist í átökunum, ein og hálf milljón flúið land og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innanlands. Þá hefur hungursneyð verið lýst yfir í Unity-héraði og staðan er víðast hvar erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Súdan Súdan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira