Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Sumarið hefur reynst norskum bændum mjög erfitt. Vísir/Getty Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12