Innlent

Hvítu tjöldin kosta sitt

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Hvítu tjöldin eru ómissandi hluti af Þjóðhátíð, eins og landsliðsþjálfarinn og heimamaðurinn Heimir Hallgrímsson veit manna best.
Hvítu tjöldin eru ómissandi hluti af Þjóðhátíð, eins og landsliðsþjálfarinn og heimamaðurinn Heimir Hallgrímsson veit manna best. Vísir/Óskar
Nokkur óánægja er meðal þeirra sem sóttu um pláss fyrir hvítt tjald í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum fyrir Þjóðhátíð. Nú þarf að sækja um pláss og bíða eftir úthlutun.

Það er hins vegar ekki þetta nýja fyrirkomulag sem deilt er um heldur það að greiða þarf 15 þúsund króna tryggingu fyrir hvern fermetra.

Fréttablaðið hefur rætt við nokkra Eyjamenn sem eru óánægðir með þetta. Þar á meðal er einn sem þarf að greiða 70 þúsund krónur í tryggingu fyrir tjald sitt. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna Þjóðhátíðarnefnd fyrir lélega upplýsingagjöf.

Jónas Guðbjörn Jónsson, varaformaður Þjóðhátíðarnefndar, ítrekar að allir þeir sem lagt hafa fram tryggingu muni fá hana til baka ef þeir nýta plássið. „Við erum að gera tilraun með nýtt fyrirkomulag,“ segir Jónas. „Og þá er viðbúið að einhverjir hnökrar komi upp. Við lærum af þessu.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×