Báðir spænsku risarnir á eftir stjörnuleikmönnum Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 11:30 Eden Hazard og Willian fagna saman marki með Chelsea. Vísir/Getty Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira
Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira