Skrefi nær annarri myndarlegri útborgun eftir sigrana frábæru Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 13:00 Stjarnan og FH eru sama og komin í aðra umferðina. vísir/bára FH og Stjarnan eru komin með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir glæsilega sigra í gærkvöldi. Stjarnan bar sigurorð af Nömme Kalju frá Eistlandi á Samsung-vellinum í Garðabæ, 3-0, en eistneska liðið er þrautreynt Evrópulið og hefur komist í gegnum fyrstu umferðina sjö ár í röð. FH gerði enn betur og vann finnska liðið Lahti á útivelli, 3-0, en mikið þarf að gerast svo nágrannaliðin fari ekki áfram í aðra umferð Evrópudeildarinar. Þar mætir FH liði Haopel Haifa frá Ísrael en Stjarnan líklega FCK frá Kaupmannahöfn. Eins og alltaf eru myndarlegar peningaupphæðir í boði fyrir liðin í Evrópu enda ekki að ástæðulausu að nær öll liðin deildarinnar setja stefnuna á að enda í Evrópusæti þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok móts. Stjarnan og FH fengu bæði 240 þúsund evrur eða 30 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferðinni en komist liðin áfram fá þau bæði 260 þúsund evrur eða 32,7 milljónir króna. Ríflega 60 milljónir í kassann fyrir tvö Evrópueinvígi. Eyjamenn fengu sömuleiðis 240 þúsund evrur fyrir einvígi sitt á móti norska liðinu Sarpsborg en það verður að teljast afar ólíklegt að ÍBV fari áfram eftir 4-0 skellinn á heimavelli í gærkvöldi. Aðeins meira er í boði fyrir Valsmenn í Meistaradeildinni en fyrir utan meistaragreiðsluna frá UEFA fékk liðið 280 þúsund evrur eða 35 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppninnar þar sem að liðið er í miðri rimmu gegn Noregsmeisturum Rosenborgar. Geri Valsmenn hið ótrúlega og leggi norska liðið að velli fær það 380 þúsund evrur eða 47 milljónir króna fyrir að taka þátt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en annars fær það 32,7 eins og Stjarnan og FH því það „fellur“ niður í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30 Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
FH og Stjarnan eru komin með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir glæsilega sigra í gærkvöldi. Stjarnan bar sigurorð af Nömme Kalju frá Eistlandi á Samsung-vellinum í Garðabæ, 3-0, en eistneska liðið er þrautreynt Evrópulið og hefur komist í gegnum fyrstu umferðina sjö ár í röð. FH gerði enn betur og vann finnska liðið Lahti á útivelli, 3-0, en mikið þarf að gerast svo nágrannaliðin fari ekki áfram í aðra umferð Evrópudeildarinar. Þar mætir FH liði Haopel Haifa frá Ísrael en Stjarnan líklega FCK frá Kaupmannahöfn. Eins og alltaf eru myndarlegar peningaupphæðir í boði fyrir liðin í Evrópu enda ekki að ástæðulausu að nær öll liðin deildarinnar setja stefnuna á að enda í Evrópusæti þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok móts. Stjarnan og FH fengu bæði 240 þúsund evrur eða 30 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferðinni en komist liðin áfram fá þau bæði 260 þúsund evrur eða 32,7 milljónir króna. Ríflega 60 milljónir í kassann fyrir tvö Evrópueinvígi. Eyjamenn fengu sömuleiðis 240 þúsund evrur fyrir einvígi sitt á móti norska liðinu Sarpsborg en það verður að teljast afar ólíklegt að ÍBV fari áfram eftir 4-0 skellinn á heimavelli í gærkvöldi. Aðeins meira er í boði fyrir Valsmenn í Meistaradeildinni en fyrir utan meistaragreiðsluna frá UEFA fékk liðið 280 þúsund evrur eða 35 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppninnar þar sem að liðið er í miðri rimmu gegn Noregsmeisturum Rosenborgar. Geri Valsmenn hið ótrúlega og leggi norska liðið að velli fær það 380 þúsund evrur eða 47 milljónir króna fyrir að taka þátt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en annars fær það 32,7 eins og Stjarnan og FH því það „fellur“ niður í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30 Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30
Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45