Mörgum finnst valið standa á milli Luka Modric og N'Golo Kante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2018 06:00 Luka Modric og N'Golo Kante. Vísir/Samsett/Getty Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira
Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira