Hamilton fetaði í fótspor íslensku „Kókómjólkurinnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 15:34 Lewis Hamilton á fullri ferð yfir vatnið. Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton. Formúla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton.
Formúla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira