Aldrei aftur nautahlaup Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2018 20:03 Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni. Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni.
Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38