Aldrei aftur nautahlaup Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2018 20:03 Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni. Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni.
Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38