Yfirgefnir kópar urðu heimalningar í Húsey Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2018 20:45 Arney Arnardóttir, 16 ára. Kóparnir Villingur og Sölvi svamla í tjörninni fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tveir kópar eru orðnir heimilisdýr á bænum Húsey við Héraðsflóa. Heimasætan á bænum segir þá líkari hundum en köttum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Húsey gæti verið eini staðurinn í heiminum þar sem ferðamönnum býðst að fara í selaskoðun á hestbaki en þar rekur Laufey Ólafsdóttir farfuglaheimili ásamt börnum sínum, Erni og Arney, sem eru sextán og nítján ára. Þar ríða þau með gesti meðfram fljótunum tveimur, Lagarfljóti og Jökulsá. „Og oftast getum við sýnt fólki seli. Það er mjög sjaldan sem fólk sér ekki sel þegar það kemur í Húsey,“ segir ferðaþjónustubóndinn Laufey.Fjölskyldan á bænum Húsey. Laufey Ólafsdóttir með börnum sínum, Erni Arnarsyni 19 ára, og Arney Arnardóttur 16 ára.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Ferðamenn hrífast af kópunum tveimur sem svamla um í tjörninni við bæinn. Arney tók kópana að sér í fóstur eftir að þeir fundust yfirgefnir í vor. „Kæpurnar, eða mömmur þeirra, yfirgáfu þá þegar þeir voru litlir og við fundum þá, eina og yfirgefna í ánni,“ segir Arney. Þau höfðu raunar lent í þessu áður og kunnu því að ala kópa. Arney segir að þeim hafi fyrsta mánuðinn verið gefin mjólk en einnig rjómi, smjör og lýsi, en nú séu þeir farnir að fá síld. Og nú í sumar eru kóparnir hafðir sem heimilisdýr í Húsey. „Þeir eru bara eins og börnin þín, eða heimalningarnir þínir. Þeir elta mann út um allt og eru mjög mannelskir, - en bara við einn eða tvo sem þeir vilja tengjast.“Arney með annan kópinn í fanginu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sá dekkri heitir Villingur en sá ljósi Sölvi. Arney segir þá hafa persónuleika. „Villingur til dæmis, hann er kúrudýr, - vill að maður klóri sér og kúri hjá honum. En Sölvi er svolítið svona aðeins efins.“ -Eru þetta skynsamar skepnur? „Já, ég held að þeir séu bara nokkuð skynsamir. Þeir eru allavega mjög þrjóskir,“ segir Arney og í samanburði við hunda og ketti segir hún þá líkari hundum. Þetta verður hins vegar bara sumardvöl hjá kópunum í Húsey. Í lok ágústmánaðar er ætlunin að sleppa þeim. „Við stefnum að því að sleppa þeim út í Lagarfljót og vonum bara að þeir bjargi sér.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Tveir kópar eru orðnir heimilisdýr á bænum Húsey við Héraðsflóa. Heimasætan á bænum segir þá líkari hundum en köttum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Húsey gæti verið eini staðurinn í heiminum þar sem ferðamönnum býðst að fara í selaskoðun á hestbaki en þar rekur Laufey Ólafsdóttir farfuglaheimili ásamt börnum sínum, Erni og Arney, sem eru sextán og nítján ára. Þar ríða þau með gesti meðfram fljótunum tveimur, Lagarfljóti og Jökulsá. „Og oftast getum við sýnt fólki seli. Það er mjög sjaldan sem fólk sér ekki sel þegar það kemur í Húsey,“ segir ferðaþjónustubóndinn Laufey.Fjölskyldan á bænum Húsey. Laufey Ólafsdóttir með börnum sínum, Erni Arnarsyni 19 ára, og Arney Arnardóttur 16 ára.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Ferðamenn hrífast af kópunum tveimur sem svamla um í tjörninni við bæinn. Arney tók kópana að sér í fóstur eftir að þeir fundust yfirgefnir í vor. „Kæpurnar, eða mömmur þeirra, yfirgáfu þá þegar þeir voru litlir og við fundum þá, eina og yfirgefna í ánni,“ segir Arney. Þau höfðu raunar lent í þessu áður og kunnu því að ala kópa. Arney segir að þeim hafi fyrsta mánuðinn verið gefin mjólk en einnig rjómi, smjör og lýsi, en nú séu þeir farnir að fá síld. Og nú í sumar eru kóparnir hafðir sem heimilisdýr í Húsey. „Þeir eru bara eins og börnin þín, eða heimalningarnir þínir. Þeir elta mann út um allt og eru mjög mannelskir, - en bara við einn eða tvo sem þeir vilja tengjast.“Arney með annan kópinn í fanginu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sá dekkri heitir Villingur en sá ljósi Sölvi. Arney segir þá hafa persónuleika. „Villingur til dæmis, hann er kúrudýr, - vill að maður klóri sér og kúri hjá honum. En Sölvi er svolítið svona aðeins efins.“ -Eru þetta skynsamar skepnur? „Já, ég held að þeir séu bara nokkuð skynsamir. Þeir eru allavega mjög þrjóskir,“ segir Arney og í samanburði við hunda og ketti segir hún þá líkari hundum. Þetta verður hins vegar bara sumardvöl hjá kópunum í Húsey. Í lok ágústmánaðar er ætlunin að sleppa þeim. „Við stefnum að því að sleppa þeim út í Lagarfljót og vonum bara að þeir bjargi sér.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira